Hvar ert þú nú?

Bíó Paradís 22. apríl kl 14:00

Félagsheimilinu Flúðum 27. apríl kl 20:00

Hvar ert þú nú? er óhefðbundin heimilda stuttmynd um Kristinn Þór Styrmisson. Steiní hóf gerð myndarinnar þegar hann frétti af andláti besta vinar síns. Í djúpstæðari sorg skapaði hann einstakt kvikmyndaverk um vin sinn. Verk sem reynir að sýna hver Kristinn var í hversdagslífinu; drengur sem kunni að atast í fólki, gleðjast og þótti vænt um alla sem umkringdu hann.  

Athugið að eftir sýningu verða umræður í salnum, þar sem tækifæri gefst að spyrja leikstjórann og starfsmann Píeta samtakanna spurninga.

Kaupa miða

Um leikstjóran

Steinar Þór Kristinsson gengur undirlistamannsnafninu Steiní. Hann er ættaður frá Þverspyrnu í Hrunamannahreppi og ólst þar upp. Allt frá blautu barnsbeini hefur hann búið til heimagerðar stuttmyndir og sett þær á Youtube. Þessari ástríðu fyrir listsköpun hefur hann sinnt af alúð í gegnum árin því stefnan hans hefur lengi verið að gerast kvikmyndagerðarmaður. Stuttmyndin hans, Sá sem fór suður (2022) hefur verið sýnd á kvikmyndahátíðum bæði hérlendis ogerlendis og hlotið mikið lof. Í kjölfar fráfalls Kristins, byrjaði hann að safna saman þeim myndbrotum sem hann átti af Kristni til þess að fagna lífi hans.

Af hverju völdum við að styrkja Píeta?

Hugmyndafræði samtakanna á sinn uppruna aðrekja til Írlands. ‘Pieta’ merkir samúð og vísar það í þá þjónustu sem samtökinhafa upp á bjóða. Þau sinna sjálfsvígs- og sjálfsskaðaforvörnum ásamt því aðveita úrræði fyrir aðstandendur sem hafa misst ástvin vegna sjálfsvígs. Þessimikilvæga starfsemi er ekki til gróða og því reiða þau sig á frjáls framlög fráalmenningi. Vegna fráfalls Kristins okkar þá viljum við heiðra minningu hansmeð því að safna fjár fyrir Píeta samtökin. Með því að styrkja samtökin getaþau haldið áfram að veita fólki sem er að kljást við sjálfsvígshugsanir ogsjálfsskaða, hjálp. Hjálpin sem þau bjóða upp á er aðgengileg öllum og ersíminn þeirra (552-2218) opinn allan sólarhringinn.

Við erum á samfélagsmiðlum